Golfhreyfingin á Íslandi – tölfræði

Í nokkur ár hefur Golfsambandið tekið saman tölfræði og lykiltölur fyrir golfklúbba, samstarfsaðila og aðra hagsmunaaðila. Þessar tölur sýna umfang, þróun og samsetningu golfhreyfingarinnar á Íslandi. Eftirspurn í að leika golf á síðustu árum hefur verið mikil.

20 þúsund kylfingar voru skráðir í 62 golfklúbba víðs vegar um landið árið 2020 sem var 11% aukning á milli ára. Þetta er aukning um 2.000 kylfinga frá fyrra ári. Stærð íþróttasambanda innan ÍSÍ, eftir fjölda iðkenda þar sem Knattspyrnusambandið er stærst með tæplega 30.000 félaga, en næst kemur Golfsambandið með um 20.000 félaga.

Fjöldi kylfinga í golfklúbbum

Golfklúbbur15 ára ↓16 ára ↑2020AukaaðildBreyting%Landshluti
Golfklúbbur Reykjavíkur1593.4253.5847035211%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Kópav. og Garðab.7081.6132.3212637119%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Oddur2091.3121.52136574%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Keilir1791.2641.4431414611%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Mosfellsbæjar2821.1171.3997617514%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Akureyrar1885717597436%Norðausturland
Nesklúbburinn3272375584182%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Suðurnesja8952761647427%Suðurnes
Golfklúbburinn Leynir115466581111023%Vesturland
Golfklúbbur Vestmannaeyja104386490138421%Suðurland
Golfklúbburinn Setberg841242018277%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Selfoss4935340219-41-9%Suðurland
Golfklúbbur Öndverðarness635035655-12-3%Suðurland
Golfklúbbur Þorlákshafnar2932435312309%Suðurland
Golfklúbbur Brautarholts234634810217166%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Hveragerðis530330887633%Suðurland
Golfklúbburinn Úthlíð13043052414186%Suðurland
Golfklúbbur Álftaness282392672208%Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbbur Ásatúns1256257174722%Suðurland
Golfklúbbur Grindavíkur112092203-2-1%Suðurnes
Golfklúbbur Borgarness5204209172514%Vesturland
Golfklúbbur Skagafjarðar3416920333622%Norðvesturland
Golfklúbburinn Kiðjaberg1518419938-7-3%Suðurland
Golfklúbburinn Flúðir917718624-1-1%Suðurland
Golfklúbbur Vatnsleysustrandar31761791174%Suðurnes
Golfklúbbur Sandgerðis116216372115%Suðurnes
Golfklúbburinn Vestarr4158162122821%Vesturland
Golfklúbbur Ísafjarðar3141144264%Vestfirðir
Golfklúbbur Húsavíkur121071196-6-5%Norðausturland
Golfklúbbur Hornafjarðar411411821818%Suðurland
Golfklúbbur Fjallabyggðar3086116465%Norðausturland
Golfklúbbur Hellu3949710-1-1%Suðurland
Golfklúbbur Siglufjarðar18769423971%Norðvesturland
Golfklúbburinn Mostri184854-1-1%Vesturland
Golfklúbburinn Hamar1172831-2-2%Norðausturland
Golfklúbburinn Dalbúi757551423%Suðurland
Golfklúbbur Norðfjarðar7373057%Austurland
Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs263653-15-19%Austurland
Golfklúbburinn Jökull163644-10-14%Vesturland
Golfklúbbur Seyðisfjarðar63635-5-7%Austurland
Golfklúbburinn Þverá5959400Suðurland
Golfklúbbur Fjarðabyggðar355582-28-33%Austurland
Golfklúbburinn Glanni5353148%Vesturland
Golfklúbbur Patreksfjarðar494901129%Vestfirðir
Golfklúbbur Bolungarvíkur239413-14-25%Vestfirðir
Golfklúbburinn Ós239412514%Norðvesturland
Golfklúbbur Bíldudals40402411%Vestfirðir
Golfklúbbur Byggðarholts39391-1-3%Austurland
Golfklúbburinn Lundur343414310%Norðausturland
Golfklúbbur Vopnafjarðar27271-8-23%Austurland
Golfklúbbur Hólmavíkur2626414%Vestfirðir
Golfklúbburinn Vík26260-9-26%Suðurland
Golfklúbbur Skagastrandar25251-3-11%Norðvesturland
Golfklúbburinn Esja12223823Höfuðborgarsvæðið
Golfklúbburinn Geysir23237-20-47%Suðurland
Golfklúbburinn Húsafelli1616300%Vesturland
Golfklúbbur Staðarsveitar1515200%Vesturland
Golfklúbburinn Tuddi112134-11-46%Suðurland
Golfklúbbur Mývatnssveitar1111000%Norðausturland
Golfklúbburinn Gljúfri11112-1-8%Norðausturland
Golfklúbburinn Skrifla44000Vesturland
Golfklúbburinn Gláma1101Vestfirðir
Samtals2.37017.46719.8377632.01511%

Golfhreyfingin á Íslandi sett í samhengi

Golf er íþrótt, lífsstíl og iðnaður. Golfið eykur jákvætt á heilbrigði, hagkerfið og umhverfið. Yfir 60 milljónir manns leika golf í heiminum. Í Evrópu eru rúmlega 4 milljónir kylfinga skráðir í klúbba. Íþróttin er ein af fáum þar sem áhugamenn jafnt og atvinnumenn eru sjálfir ábyrgir fyrir að fylgja reglum.

Ef við berum saman 20 stærstu golfsambönd Evrópu þá endum við í 18. sæti ef horft er á fjölda kylfinga. En ef við myndum deila fjölda skráðra kylfinga á íbúafjölda þá fáum við út að 5,5% íslendinga er í golfklúbbum sem er 1. sæti í Evrópu. Og ef við myndum deila fjölda íbúa á hvern golfvöll í landinu þá endar Ísland aftur í 1. sæti með rúmlega 5.800 íbúa á hvern völl.

Börn og unglingar sem eru 18 ára og yngri eru að meðaltali 7% af öllum skráðum kylfingum í Evrópu. Við erum í 4. sæti í Evrópu með 15% af öllum skráðum kylfingum hér á landi sem börn og unglingar.

Valmynd