Ársreikningur og rekstraráætlun

10000

Hagnaður ársins

1%

Rekstrartekjur lækkuðu um 32 milljónir

1%

Eiginfjárhlutfall af heildargjöldum

Krefjandi rekstrarár að baki
Rekstur Golfsambands Íslands gekk ágætlega á tímabilinu 2019-2020 en heildarafkoma ársins var jákvæð um tæpar 16 milljónir króna. Tekjur frá samstarfsaðilum drógust saman miðað við áætlanir en ástæður þess eru meðal annars að erfiðara hefur reynst að sækja til samstarfsaðila og augljóst er að niðurskurður og aukið aðhald þeirra hefur áhrif. Á móti jukust tekjur vegna félagagjalda þar sem aukning kylfinga í golfhreyfingunni var um 11% á tímabilinu. Rekstrarafkoma ársins er ásættanleg miðað við áætlanir og fjárhagsleg markmið sambandsins.

Horfur í rekstri
Með áframhaldandi aðhaldi í rekstri og breyttri stefnu er að skapast svigrúm á næstu árum til að þess að auka framlög til þeirra fjölmörgu málaflokka sem stefnan kveður á um.

Áætlað er að félagagjöld til GSÍ hækki um 200 kr. milli áranna 2021 og 2022. Þá er gert er ráð fyrir 1% fjölgun félaga milli ára í samræmi við stefnu.

Þá gerir áætlun ráð fyrir að rekstur verði jákvæður á rekstrarárinu 2021 að fjárhæð 106 þús.kr. og 74 þús.kr. árið 2022.

Hér má sækja ársreikning 2020 á rafrænu formi

Tekjur

Allir kylfingar 16 ára og eldri, sem skráðir eru í golfklúbb innan GSÍ, greiða 5.400 krónur í félagagjald til Golfsambandsins. Ef kylfingur er skráður í fleiri en einn klúbb þá greiðir hann einungis eitt gjald til Golfsambandsins. Kylfingar 15 ára og yngri greiða ekkert félagagjald til golfsambandsins.

Árið 2020 skilaði félagagjaldið Golfsambandinu 93 milljónum í tekjur. Að auki komu styrkir frá ÍSÍ og opinberum aðilum upp á tæplega 60 milljónir og fyrirtækjum upp á 17 milljónir. Heildartekjur sambandsins voru því rúmlega 171 milljónir árið 2020.

Tekjur sambandsins af félagagjöldum hækkuðu um 11 milljónir og tekjur frá samstarfsaðilum lækkuðu um 35 milljónir milli ára.

Hér að neðan er einföldun tekna úr ársreikningi GSÍ.

 2020 2019 2018 
Upphæð%Upphæð%Upphæð%
Félagagjöld og grasvallarsjóður93.25454%82.02940%75.05538%
Samstarfsaðilar og auglýsingar17.25310%52.68126%65.22533%
Styrkir58.58834%67.64233%58.59429%
Vaxtatekjur2.0931,2%7030,3%7990,4%
Samtals171.188203.055199.673
Valmynd